Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ari Daðason

(15. öld)

Ætla menn hann hafa haft sýslu um Dali (enda í tylftardómi á alþingi 1436; kemur við skjal 1442).

Faðir: Daði í Ásbjarnarnesi Oddsson, Ketilssonar hirðstjóra, Þorlákssonar (SD.). Var sveinn Árna byskups milda Ólafssonar og hafði umboð hans vestra og má vera og umboð Orms Loptssonar. Bjó í Snóksdal og var maður auðugur.

Kona: Guðríður Ásbjarnardóttir (Bjarnadóttir).

Börn þeirra: Torfi hirðstjóri og riddari, Daði sýslumaður, Sesselja. (Dipl.Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.