Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ketill Ketilsson

(21. júlí 1823–13. maí 1902)

Hreppstjóri, dbrm.

Foreldrar: Ketill Jónsson í Kirkjuvogi og f.k. hans Vigdís Jónsdóttir í Stóru Vogum, Daníelssonar. Bjó fyrst í Hvalsnesi, en frá 1860 í Kotvogi. Var talinn mestur stórbóndi um Rosmhvalanes um sína daga og hafði á sér höfðingjaháttu.

Kona (1858): Vilborg Eiríksdóttir frá Litla Landi.

Börn þeirra: Ketill í Kotvogi, Eiríkur hreppstjóri á Járngerðarstöðum, Ólafur hreppstjóri að Kalmanstjörn og Kirkjuvogi, Vilhjálmur Kristinn í Rv., Helga átti síra Brynjólf Gunnarsson á Stað í Grindavík, Vigdís átti Ólaf verzlm. í Rv. Ásbjarnarson í Njarðvík, Ólafssonar (BB. Sýsl.; Óðinn VIT; Ísafold 1902; FJ. á Kerseyri: Minnisblöð, Ak. 1945, bls. 145).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.