Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ketill Jörundsson

(1603– í júlí 1670)

Prestur.

Foreldrar: Jörundur bryti Hálfdanarson og kona hans Guðrún Jónsdóttir lága bryta, Ásgrímssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1613, stúdent 1620, var síðan heyrari í Skálholti, fór utan 1622, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 29. okt. s.á., kom aftur til landsins 1623, með ágætum vitnisburðum frá háskólanum, varð þá aftur heyrari í Skálholti, fór utan aftur 1631 með Gísla Oddssyni til byskupsvígslu, kom aftur 1632, varð enn heyrari, settur rektor veturinn 1635–6, fekk Hvamm í Hvammssveit 1638, kosinn prófastur í Dalasýslu 26. nóv. 1656, skoraðist undan, en það var ekki tekið til greina og var hann af byskupi kvaddur til að vera prófastur 6. apr. 1657, lét hann af hvorutveggja starfinu 1668, vegna vanheilsu. Hann var maður prýðilega að sér, kennari með afburðum og ástsæll. Hann hefir þýtt Nomenclator Hadríans Juniuss (latn.ísl. orðasafn, er í Lbs.); sneri á latínu annál Gísla byskups Oddssonar (pr. í Islandica X); ein góð heimild (PVíd. Recensus) eignar honum ættartölur, og er það líkl. svo að skilja, að frá honum sé runninn ættbálkur Odds byskups Einarssonar í ættartöluskrá síra Þórðar Jónssonar í Hítardal; mun og hafa sinnt lækningum; var söngmaður ágætur og skáldmæltur (fuglakvæði, pr. í Blöndu TI).

Kona: Guðlaug Pálsdóttir prests að Hrepphólum, Erasmussonar.

Börn þeirra: Síra Páll á Staðastað, Guðrún átti síra Magnús Jónsson að Kvennabrekku, síðar lögsagnara, Halldóra óg. og bl., d. á Slítandastöðum 14. febr. 1727, var f. um 1640) (Saga Ísl. V; HÞ; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.