Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ketill Jónsson

(um 1698–24. mars 1778)

Prestur.

Foreldrar: Jón í Brimnesi í Seyðisfirði Ketilsson, Teitssonar (úr. Skagafirði), og kona hans Þóra Skúladóttir, Einarssonar umboðsmanns að Hraunum í Fljótum. Tekinn í Skálholtsskóla 1716, stúdent 1722, var síðan í þjónustu Brynjólfs sýslumanns Thorlacius að Hlíðarenda, fekk Húsavík 24. júlí 1728, vígðist 3. okt. s. á., tók að fullu við staðnum 12.–13. júlí 1729, lét af prestskap þar 1775, fluttist s. á. til sonar síns í Kiðey og andaðist þar. Í skýrslum Harboes er hann talinn lítt lærður, og þókti byskupum hann heldur hirðulítill og víst nokkuð drykkfelldur, var 1756 talinn meðal hinna bágstöddustu presta nyrðra. Um hann eru þjóðsagnir nokkurar.

Kona 1 (1730). Guðrún (d. úr bólu 1742) Magnúsdóttir prests í Húsavík, Einarssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Magnús sýslumaður í Búðardal, Jón eldri umboðsmaður í Kiðey og víðar, Sigríður átti síra Þorlák Jónsson í Húsavík, Oddný átti fyrst launbarn, giftist síðan fyrr Grími smið Eiríkssyni í Viðvík, síðar Páli djákn Sveinssyni í Gufunesi, Guðrún eldri átti fyrr Bjarna Jónsson í Samkomugerði, síðar síra Sigfús skáld Jónsson að Höfða, Guðrún yngri átti fyrr Sigurð Sæmundsson, síðar Ásmund Pálsson að Fjöllum í Kelduhverfi.

Kona 2: Guðrún (d. í Búðardal 24. júní 1791) Þórðardóttir prests í Hvammi í Hvammssveit, Þórðarsonar.

Börn þeirra, sem upp komust: 23* Guðmundur sýslumaður að Svignaskarði, síra Jón í Hjarðarholti, Þóra átti síra Þorleif Sæmundsson á Stað í Kinn, Guðlaug d. óg. og bl. í Búðardal 23. ág. 1793 (HÞ.; SGrBf.; Þáttur af síra Katli og Húsavíkurlalla er í Lbs.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.