Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ketill Halldórsson

(um 1635–1706)

Prestur.

Foreldrar: Síra Halldór Ketilsson á Kálfafellsstað og kona hans Guðrún elzta Ormsdóttir sýslumanns í Eyjum, Vigfússonar. Vígðist 29. júní 1660 að Þykkvabæjarklaustri, fekk Ása í Skaftártungu 1676 (þótt veitingarbréfið sé dagsett 28. apr. 1679) og hélt til æviloka.

Kona: Guðrún (d. fyrir 1703) Vigfúsdóttir á Herjólfssöðum, Jónssonar.

Börn þeirra: Árni eldri yfirbryti í Skálholti, síra Árni yngri aðstoðarprestur að Ásum, Hákon (30 ára 1703). Vigfús lögréttumaður í Skál, Guðrún átti síra Einar Oddsson að Lundi o. fl., samtals 13 (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.