Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ketill Eiríksson
(um 1636– um 1690)
Prestur.
Foreldrar: Síra Eiríkur Ketilsson í Vallanesi og kona hans Guðrún eldri Árnadóttir sýslumanns að Eiðum, Magnússonar, hefir verið tekinn í Skálholtsskóla 1650, orðið stúdent 1658 eða 1659, fekk Desjarmýri 24. nóv. 1661, vígðist s.d., fekk Eiða 10. júní 1671, í skiptum við síra Jón Sigmundsson, en fór þangað ekki, en fekk Svalbarð í skiptum við síra Þorstein Jónsson, er þá fekk Eiða, fluttist þangað vorið 1672 og hélt til æviloka, varð úti í embættisför. Var merkisprestur.
Kona: Kristrún (f , um 1650, d. 1732) Þorsteinsdóttir prests að Eiðum, Jónssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Síra Magnús aðstoðarprestur á Desjarmýri, síra Runólfur á Hjaltastöðum, síra Sigurður á Skeggjastöðum, síra Jón að Myrká, síra Þorsteinn að Hrafnagili, Steinunn átti Bjarna bónda Bjarnason á Sleðbrjót og Fossvöllum, Sigríður átti fyrr síra Stefán Egilsson á Hjaltastöðum, varð síðan s.k. síra Brynjólfs skálds Halldórssonar í Kirkjubæ, Guðrún átti Eirík lögréttumann að Sandfelli Bjarnason prests, Gizurarsonar, Guðrún (önnur) d. bl., Katrín d. bl. (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Eiríkur Ketilsson í Vallanesi og kona hans Guðrún eldri Árnadóttir sýslumanns að Eiðum, Magnússonar, hefir verið tekinn í Skálholtsskóla 1650, orðið stúdent 1658 eða 1659, fekk Desjarmýri 24. nóv. 1661, vígðist s.d., fekk Eiða 10. júní 1671, í skiptum við síra Jón Sigmundsson, en fór þangað ekki, en fekk Svalbarð í skiptum við síra Þorstein Jónsson, er þá fekk Eiða, fluttist þangað vorið 1672 og hélt til æviloka, varð úti í embættisför. Var merkisprestur.
Kona: Kristrún (f , um 1650, d. 1732) Þorsteinsdóttir prests að Eiðum, Jónssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Síra Magnús aðstoðarprestur á Desjarmýri, síra Runólfur á Hjaltastöðum, síra Sigurður á Skeggjastöðum, síra Jón að Myrká, síra Þorsteinn að Hrafnagili, Steinunn átti Bjarna bónda Bjarnason á Sleðbrjót og Fossvöllum, Sigríður átti fyrr síra Stefán Egilsson á Hjaltastöðum, varð síðan s.k. síra Brynjólfs skálds Halldórssonar í Kirkjubæ, Guðrún átti Eirík lögréttumann að Sandfelli Bjarnason prests, Gizurarsonar, Guðrún (önnur) d. bl., Katrín d. bl. (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.