Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ketill Einarsson

(um 1709–12. apr. 1769)

Prestur.

Foreldrar: Síra Einar eldri Oddsson að Lundi og fyrsta kona hans Guðrún Ketilsdóttir prests að Ásum, Halldórssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1723, stúdent 1729, vígðist 23. okt. 1735 aðstoðarprestur föður síns, bjó að Vatnshorni í Skorradal, hélt Heynesumboð 1736–9, fekk Lund 1751, við uppgjöf föður síns, og hélt til æviloka. Í skýrslum Harboes fær hann mjög lélegan vitnisburð.

Kona (29. sept. 1732). Þórunn Eiríksdóttir stúdents, Pálssonar (hjúskaparleyfi 30. mars 1731, með því að þau voru Vhálfsystkinabörn).

Börn þeirra: Einar (d. 1756 að 23 námi í Skálholtsskóla), Ólöf átti Torfa Guðmundsson í Bæ í Borgarfirði, Halldóra átti Pál Árnason að Fiskilæk (þau skildu), Guðríður var rúmfastur ómagi. óg. og bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.