Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ketill Björnsson

(um 1658– í sept. 1737)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Björn Bjarnason í Böðvarsdal og kona hans Guðrún Ketilsdóttir prests á Kálfafellsstað, Ólafssonar. Lærði í Hólaskóla, stúdent um 1680, fór utan 1683, skráður (,Chilianus Biornonis“) í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 16. nóv. s.á., hefir líklega orðið attestatus, kom til landsins 1686, bjó fyrst á Helgastöðum í Reyðarfirði, en frá 1704 að Eiðum, fór vorið 1729 til fóstursonar síns, síra Halldórs Pálssonar á Breiðabólstað, og var þar til æviloka.

Hann fekk 24. mars 1688 konungsbréf fyrir því að hljóta hvert það prestakall austanlands, sem fyrst yrði laust, en nýtti sér það ekki. Þess má geta, að 1. apr. og 8. ág. 1732 skrifaði Jón byskup Árnason honum og bað hann vera hjá sér 3–4 mánuði og segja fyrir um ölgerð; má vera, að hann hafi lært þetta utanlands.

Kona: Guðrún (f. um 1663) Marteinsdóttir sýslumanns, Rögnvaldssonar; þau bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.