Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ketill Bjarnason

(um 1707–1744)

Prestur, skáld.

Foreldrar: Bjarni bóndi Bjarnason á Fossvöllum og kona hans Steinunn Ketilsdóttir prests á Svalbarði, Eiríkssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1725, stúdent 1730, fekk Hjaltastaði 14. okt. 1732, vígðist 14. dec. s. á. Missti þar prestskap 1735 vegna barneignar með konu þeirri, er hann átti síðar, bjó síðan í Húsey, fekk uppreisn og leyfi til að kvongast konunni, er var systkinabarn við hann, 18. janúar 1737, hefir verið aðstoðarprestur síra Eiríks Guðmundssonar að Eiðum 1737–8, fekk Eiða 1739, við uppgjöf hans, og hélt til æviloka, bjó í Mýnesi, en síðar í Gilsárteigi. Var vel skáldmæltur (sjá Lbs.).

Kona: Steinunn Runólfsdóttir prests á Hjaltastöðum, Ketilssonar.

Börn þeirra: Bjarni, d. að Stóra Steinsvaði 9. okt. 1816, Steinunn átti Sigurð í Snotrunesi Þorvarðsson prests á Klyppsstað, Guðmundssonar, Ólöf d. 1809, 73 ára, óg. og bl. Steinunn ekkja síra Ketils átti síðar síra Þorvarð Guðmundsson á Klyppsstað (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.