Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ketilbjörn Ketilsson, gamli

(9. og 10. öld)

Landnámsmaður að Mosfelli í Grímsnesi.

Foreldrar: Ketill og Æsa Hákonardóttir jarls, Grjótgarðssonar.

Kona: Helga „Þórðardóttir skeggja. Af þeim eru Mosfellingar og Haukdælir.

Börn þeirra: Teitur að Mosfelli, Þormóður, Þorleifur, Ketill, Þorkatla átti Eilíf auðga að Höfða Önundarson bílds, Oddleif, Þorgerður átti Ásgeir Úlfsson í Hlíð hinni ytri (= Úthlíð), Þuríður átti Helga Hallsson goðlauss; með Þormóði átti hún Þorgrím errubein. Launsonur Ketilbjarnar: Skæringur (Íslb.; Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.