Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Karl Guðmundsson

(9. janúar 1903–29. ágúst 1944)

. Læknir.

Foreldrar: Guðmundur (f. 16. okt. 1876) Benjamínsson verkamaður í Winnipeg, síðar bóndi á Grund í Hnappadal, og kona hans Ásdís (f. 13. júlí 1873) Þórðardóttir á Rauðkollsstöðum, Sveinbjörnssonar. Stúdent í Reykjavík 1924 með 1. eink. (6,12). Lauk prófi í læknisfræði við Háskóla Íslands 22. júní 1931 með 2. eink. betri (1472 st.). Staðgöngumaður héraðslæknis í Borgarnesi 1932. Var á sjúkrahúsum í Danmörku 1932–33. Gegndi læknisstörfum í Þingeyrarhéraði frá vori 1933 til ársloka 1937. Veitt Dalahérað 31. dec. 1937. Fekk lausn vegna vanheilsu 28. apr. 1942 (frá 1. júní s.á.). Kona (21, maí 1932): Þuríður (f. 20. júní 1906) Benediktsdóttir á Leysingjastöðum í Hvammssveit, „Halldórssonar. Sonur þeirra: Guðmundur (Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.