Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Karl (Óli) Nikulásson

(18. december 1871– 13. mars 1944)

.

Verzlunarstjóri. Foreldrar: Nikulás (d. 27. mars 1881, 46 ára) Jafetsson og kona hans Hildur (d. 29. apr. 1880, 32 ára) Lýðsdóttir í Pálsbæ í Reykjavík, Magnússonar. Stúdent í Reykjavík 1891 með 2. einkunn (76 st.). Stundaði nám við dýralæknaskólann í Kh., en lauk ekki prófi og kom heim árið 1900. Ferðaðist um Múlasýslur til þess að rannsaka fjárkláða og berklaveiki í kúm, en var kennari við barnaskóla í Rv. á vetrum, til 1903. Gerðist þá bókari og síðar verzlunarstjóri í Rv. Varð umboðsmaður olíufélags 1911, fyrst í Rv., síðar á Akureyri til 1923 eða 1924, síðan umboðssali og endurskoðandi á Ak.; var einnig consular agent Frakka 1915–39. Fluttist þá til Rv. og átti þar heima til æviloka. Kona (17. okt. 1903): Valgerður (d. 20. sept. 1937, 64 ára) Ólafsdóttir kaupmanns í Hafnarfirði, Jónssonar, Þau áttu eigi börn, er lifðu (Br7.; B.J.: Íslenzkir Hafnarstúdentar).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.