Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Karl (Jósep) Guðmundsson

(17. apr. 1861–14. sept. 1923)

Kaupmaður.

Foreldrar: Guðmundur Stefánsson á Torfastöðum í Vopnafirði og kona hans Júlíana Jensína, dóttir Hermanns S. Kr. Schous verzlIunarstjóra í Vopnafirði. Gerðist snemma verzlm. hérlendis og í Kh. Verzlunarstjóri á Fáskrúðsfirði 1889–96. Setti síðan upp verzlun og sjávarútgerð í Stöðvarfirði. Orðlagður greiða- og gleðimaður, skytta góð, tafl- og spilamaður ágætur. Varð bráðkvaddur á heimleið frá Fáskrúðsfirði.

Kona (6. nóv. 1889): Petra Antonía Jónsdóttir hreppstjóra í Borgargarði í Hamarsfirði, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Níels (Jón Níels) frkvstj. í Rv., Þóra, Pétur (Óðinn XX).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.