Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Karl (Carl Christian Thorvald) Andersen

(26. okt. 1828– söl 1. sept. 1883)

Skáld.

Foreldrar: Jens kaupmaður Andersen í Kh. og kona hans Steinunn Björnsdóttir sýslumanns í Garði í Aðaldal, Tómassonar, ekkja Mads Grönbechs. Efir að hann kom til Íslands var hann í fóstri hjá Þórði dómstjóra Jónassyni. Tekinn í efra bekk Bessastaðaskóla 1845, stúdent úr Reykjavíkurskóla 1848, með 2. eink. (78 st.).

Gekk í háskóla Kh. og stundaði lög, gekk þar frá 1857. Kynnti sér gripa- og listasöfn í Þýzkalandi næsta vetur og varð þá - aðstoðarmaður í Rósenborgarsafni, síðast yfirmaður þar.

Samdi og orkti ýmis rit, sem pr. voru á dönsku (af þeim er þýtt og pr. á ísl. skáldsaga, Gegnum brim og boða) (Skýrslur; Bricka).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.