Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Júlíus (Kristinn) Þórðarson

(12. dec. 1866–17. sept. 1938)

Prestur.

Foreldrar: Þórður Sigurðsson að Fiskilæk og kona hans Sigríður Runólfsdóttir í Saurbæ á Kjalarnesi, Þórðarsonar. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1886, stúdent 1891, með 3. einkunn (56 st.), próf úr prestaskóla, með 2. einkunn betri (37 st.). Vígðist 15. apríl 1894 aðstoðarprestur síra Þórarins Böðvarssonar í Görðum á Álftanesi, gegndi þar prestsþjónustu til 1896 og aftur sumarið 1897. Fór til Noregs haustið 1896 og alfari 1897, kenndi þar í lýðháskóla og flutti erindi. Varð 1902 forstöðumaður og prestur sjómannahælis í Karlshamn í Svíaríki, fekk sænskan fæðingjarétt 1903.

Varð 1. jan. 1904 aðstoðarprestur í Lundarstifti, 1. mars 1909 sóknarprestur í Visseltofta og Verum, lét þar af prestskap sjötugur, fluttist til Gautaborgar og andaðist þar. Sá um: Islandske salmer med norske ordtydingar (þýðingar eftir R. J. Flo), Kria 1898.

Kona (25. júní 1906): Signe, dóttir A. Th. Tretows sóknarprests í Karlshamn.

Synir þeirra, sem upp komust: Rune verzlunarmaður í Gautaborg, Þórður verzlunarmaður í Málmhaugum (Óðinn VI; BjM. Prest.; SGrBf.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.