Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ari Brynjólfsson

(3. febr. 1849–9. júlí 1925)

Alþm.

Foreldrar: Brynjólfur Brynjólfsson í Ormsstaðahjáleigu í Norðfirði og kona hans Anna Árnadóttir að Dammi, Marteinssonar. Bjó að Ósi í Breiðdal 1880–I1, í Papey 1881–2, í Eyjum í Breiðdal 1882–3, að Heyklifi þar 1887–92, síðan að Þverhamri til æviloka. 2. þm. Sunnmýlinga 1902.

Kona (16. júlí 1882): Ingibjörg (d. í júní 1927) Högnadóttir að Skriðu í Breiðdal, Gunnlaugssonar. Dóttir þeirra: Anna átti Þorstein hreppstjóra Stefánsson að Þverhamri, síðar í Rv. (Alþingismannatal,; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.