Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Jón Þormóðsson

(– – 1622)

Prestur.

Foreldrar: Þormóður sýslumaður Ásmundsson í Bræðratungu og kona hans Ingibjörg Þorsteinsdóttir í Hjörsey, Torfasonar í Klofa. Stundaði um hríð nám í háskólanum í Kh. (sjá konungsbréf 17. nóv. 1594), hefir um 1597 orðið prestur í Árnesþingi, en er 1605 í Bæ í Borgarfirði (aðstoðarprestur síra Jóns Salómonssonar að Hesti?), fekk 1607 Breiðabólstað á Skógarströnd, 1619 Helgafell og hélt til æviloka, varð um líkt leyti prófastur í Snæfellsnessýslu, einnig til dauðadags.

Kona: Ingveldur Vigfúsdóttir sýslumanns á Kalastöðum, Jónssonar.

Börn þeirra: Guðmundur að Fróðá, Jórunn átti fyrr Sigurð smið Gíslason prests í Hvammi, Guðbrandssonar, en síðar Jón Einarsson að Skarðhömrum, Ingibjörg átti Þórð Eyjólfsson (bl.), Sigríður átti Jón Gíslason að Hóli í Hörðudal, Ingibjörg (önnur) óg. og bl. (JH. Prest.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.