Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ari Bjarnason

(um 1704–?)

Stúdent, bóndi. Ókunnugt um foreldra hans (má vera, að sé dóttursonur Ara hreppstjóra Bjarnasonar að Þorkelshóli).

Stúdent úr Hólaskóla um 1726).

Var um hríð ráðsmaður fyrir búi Sigríðar Hákonardóttur á Syðra Rauðamel. Mun hafa búið að Ásgeirsá, síðar á Auðunarstöðum í Víðidal 1740–4 og hann mun sá, er býr að Helgavatni í Þverárhlíð 1746. Um nýár 1740 kom hann í Skálholt og óskaði að fá prestakall. Jóni byskupi Árnasyni þókti hann ekki hæfur til prestskapar vegna fáfræði, enda hafði Ari og átt barn of snemma við konu sinni og ekki fengið uppreisn fyrir það.

Kona (1732): Gróa Eiríksdóttir stúdents frá Gilsbakka, Pálssonar. Ókunnugt er um börn þeirra eða ætt frá þeim; sonur þeirra mun þó vera Páll, sem nefndur er í bréfi 1757, líklega þá heimilismaður hjá síra Katli Einarssyni að Lundi, sem átti móðursystur hans (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.