Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ari Arason
(23. mars 1763 eða 1764–6. dec. 1840)
Læknir.
Foreldrar: Síra Ari Þorleifsson að Tjörn í Svarfaðardal og s.k. hans Þorkatla Sigurðardóttir prests á Barði, Einarssonar. F. að Tjörn.
Eftir lát föður síns (1769) ólst hann upp hjá föðurbróður sínum, síra Jóni Þorleifssyni að Múla; var eftir lát hans með móður sinni að Ingvörum og að Syðri Brekkum í Skagafirði.
Tekinn í Hólaskóla 1782, stúdent þaðan 25. maí 1789 (talinn í vitnisburðarbréfinu hafa hér um bil meðalgáfur, en stundað námið kappsamlega).
Fekk 2. okt. s. á. predikunarleyfi í Skálholtsbyskupsdæmi og var þá kominn suður að nema lækningar af Jóni landlækni Sveinssyni í Nesi við Seltjörn; tók próf hjá honum 7. júlí 1794.
Var 4. sept. 1795 settur til aðstoðar Jóni lækni Péturssyni í Norðlendingafjórðungi; var þetta andstætt vilja Jóns læknis, og kærði hann Ara fyrir landlækni 1796, en ekki var því sinnt.
Settur fjórðungslæknir þar 18. júlí 1801, en skipaður til fullnaðar 9. apr. 1802.
Bjó fyrst á Víðivöllum í Blönduhlíð, sem hann hafði keypt, til 1805, er hann fluttist að Flugumýri, sem hann keypti ásamt fleiri jörðum Hólastóls í Skagafirði.
Fekk lausn frá embætti 21. jan. 1820, en stundaði þó lækningar eftir það.
Var falið að lækna sárasótt, sem upp kom í Húnavatnsþingi 1824 (dagbók hans í Lbs. 1208, 4to).
Hann andaðist á Flugumýri.
Hann var auðmaður, dugnaðarog fyrirhyggjumaður mikill; gervilegur maður og hraustmenni, sem margir þeir, er komnir voru af síra Þorleifi Skaftasyni. Var hagmæltur (Lbs.). Talinn vel að sér í mörgu (JEsp.: Saga Skagf.).
Lækningar heppnuðust honum allvel.
Kona (1803): Sesselja (21. febr. 1780–2. ág. 1843) Vigfúsdóttir prests í Garði í Kelduhverfi, Björnssonar.
Börn þeirra: Guðlaug kona Þórðar umboðsmanns Bjarnasonar í Sviðholti og síðar Björns yfirkennara Gunnlaugssonar, Anna Sigríður f. k. Péturs síðar byskups Péturssonar, Ari bóndi og kanzellíráð á Flugumýri (Útfm.; Tímar. bmf. XI; HÞ.; Lækn.).
Læknir.
Foreldrar: Síra Ari Þorleifsson að Tjörn í Svarfaðardal og s.k. hans Þorkatla Sigurðardóttir prests á Barði, Einarssonar. F. að Tjörn.
Eftir lát föður síns (1769) ólst hann upp hjá föðurbróður sínum, síra Jóni Þorleifssyni að Múla; var eftir lát hans með móður sinni að Ingvörum og að Syðri Brekkum í Skagafirði.
Tekinn í Hólaskóla 1782, stúdent þaðan 25. maí 1789 (talinn í vitnisburðarbréfinu hafa hér um bil meðalgáfur, en stundað námið kappsamlega).
Fekk 2. okt. s. á. predikunarleyfi í Skálholtsbyskupsdæmi og var þá kominn suður að nema lækningar af Jóni landlækni Sveinssyni í Nesi við Seltjörn; tók próf hjá honum 7. júlí 1794.
Var 4. sept. 1795 settur til aðstoðar Jóni lækni Péturssyni í Norðlendingafjórðungi; var þetta andstætt vilja Jóns læknis, og kærði hann Ara fyrir landlækni 1796, en ekki var því sinnt.
Settur fjórðungslæknir þar 18. júlí 1801, en skipaður til fullnaðar 9. apr. 1802.
Bjó fyrst á Víðivöllum í Blönduhlíð, sem hann hafði keypt, til 1805, er hann fluttist að Flugumýri, sem hann keypti ásamt fleiri jörðum Hólastóls í Skagafirði.
Fekk lausn frá embætti 21. jan. 1820, en stundaði þó lækningar eftir það.
Var falið að lækna sárasótt, sem upp kom í Húnavatnsþingi 1824 (dagbók hans í Lbs. 1208, 4to).
Hann andaðist á Flugumýri.
Hann var auðmaður, dugnaðarog fyrirhyggjumaður mikill; gervilegur maður og hraustmenni, sem margir þeir, er komnir voru af síra Þorleifi Skaftasyni. Var hagmæltur (Lbs.). Talinn vel að sér í mörgu (JEsp.: Saga Skagf.).
Lækningar heppnuðust honum allvel.
Kona (1803): Sesselja (21. febr. 1780–2. ág. 1843) Vigfúsdóttir prests í Garði í Kelduhverfi, Björnssonar.
Börn þeirra: Guðlaug kona Þórðar umboðsmanns Bjarnasonar í Sviðholti og síðar Björns yfirkennara Gunnlaugssonar, Anna Sigríður f. k. Péturs síðar byskups Péturssonar, Ari bóndi og kanzellíráð á Flugumýri (Útfm.; Tímar. bmf. XI; HÞ.; Lækn.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.