Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Jón Snæbjörnsson

(30. sept. 1824–31. ágúst 1860)

Sýslumaður.

Foreldrar: Síra Snæbjörn Björnsson að Ofanleiti og kona hans Ingibjörg Jakobsdóttir í Kaupangi, Þorvaldssonar, Tekinn í Bessastaðaskóla 1842, stúdent úr Reykjavíkurskóla 1847, með 1. einkunn (76 st., 12 námsgr.). Skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 1848, með 2. einkunn, tók 2. lærdómspróf 1849, með 2. einí í kunn, próf í lögfræði 15. júní 1857, með 2. einkunn í bóklegu, 3. einkunn í verklegu. Fekk Borgarfjarðarsýslu 26. maí 1858, var til heimilis í Höfn í Melasveit, en andaðist í Rv.

Var valmenni.

Kona (1859): Klara Margrét Henríetta, var danskrar ættar; þau bl. Hún fluttist til Kh. eftir lát manns síns og mun hafa d. 1919 (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. 1882).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.