Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ari Arason

(1. jan. 1813–13. sept. 1881)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Ari læknir Arason og kona hans Sesselja Vigfúsdóttir. F. á Flugumýri.

Nam skólalærdóm af síra Gunnlaugi dómkirkjupresti Oddssyni í Rv. og varð stúdent frá honum úr heimaskóla 1831. Fór síðan til háskólans í Kh., en innti ekki af hendi aðgöngupróf þar. Kom aftur til landsins 1833, en fór utan s. á. og tók að nema lækningar, en eftir nokkurra ára dvöl í Kh. hvarf hann aftur heim alfari, tók við búi á Flugumýri 1840, en er móðir hans andaðist (1843) brá hann búi og fór suður á land og var þar næsta vetur á ýmsum stöðum; nam þar söng af Pétri organleikara Guðjónssyni. Tók aftur að búa á nokkurum hluta Flugumýrar 1844, en tók hana alla til ábúðar 1846 og var þar til dauðadags.

Sæmdur kanzellíráðsnafnbót 23. febr. 1878).

Hann var maður gervilegur, með hæstu mönnum að vexti; bjó rausnarbúi, vel þokkaður í héraði; hafði lítil afskipti af almennum málum. Stundaði nokkuð lækningar, einkum á yngri árum.

Kona (1844): Helga (f. 18. nóv. 1816, d. 2. febr. 1894) Þorvaldsdóttir prests og skálds í Holti undir Eyjafjöllum.

Börn þeirra, er upp komust: Þorvaldur Ari á Flugumýri, síðar á Víðimýri, Anna Sigríður, Guðlaug kennslukona í Rv. og Kristín Sesselja kennslukona s. st., dóu allar ógiftar og bl. (HÞ.; Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.