Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Anton (Henrik) Möller

(30. okt. 1839–?)

Stúdent.

Foreldrar: Jóhann Georg Möller, lyfsali í Rv., og kona hans (er síðar átti Randrup lyfsala s.st.). Tekinn í Reykjavíkurskóla 1853, stúdent þaðan 1859, með 1. eink. (92 stig). Fór til náms í háskólann í Kh., hvarf þaðan til Vesturheims, og hefir ekki til hans spurzt síðan (Skýrslur; Minnr. Rvsk.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.