Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Adolph (Rósinkranz) Bergsson

(1.okt.1900–29. okt. 1948)
. Lögfræðingur. Foreldrar: Bergur skipstjóri og kaupmaður á Flateyri og í Reykjavík Rósinkranzson og kona hans Vilhelmína Magnúsdóttir á Höfða á Fljótsdalshéraði, Vigfússonar. Stúdent í Reykjavík 1921 með eink, 4.92 (64 st.). Lauk prófi í lögfræði við Háskóla Íslands 3. mars 1926 með 2. eink. betri (78 st.). Stundaði lögfræðistörf í Reykjavík til 1927. Fulltrúi bæjarfógeta í Reykjavík 1927–28. Fulltrúi hjá lögmanni í Reykjavík 1929–43. Gerðist heildsali 1943. Kona (1. júní 1928): Ingveldur Guðrún (f. 2. jan. 1905) Elísdóttir málarameistara í Reykjavík, Péturssonar. Börn þeirra: Vilhelmína, Ingi, Konráð Rósinkranz, Hörður, Bergur, Elís, Ólafur, Guðlaug. Launbörn hans: 1. (með Margréti Helgadóttur): Erna Ranny Egvik. 2. (með Arnheiði Þ. Árnadóttur): Þórunn (Agnar Kl. Jónsson: Lögfr.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.