Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Andrés Ásgrímsson
(16. öld)
Prestur.
Foreldrar: Ásgrímur Hallsson að Héðinshöfða og kona hans Steinunn Andrésdóttir prests (að Presthólum), Jónssonar. Hann kemur fyrst við skjöl 1522 og er þá orðinn prestur. Svo er að sjá sem hann hafi verið prestur bæði í Vaðlaþingi (heimilsprestur á Möðruvöllum í Eyjafirði?) og í Hegranesþingi (að Reynistaðarklaustri, í tíð Solveigar abbadísar). Hann hefir orðið gamall maður, er enn á lífi 23. mars 1571 og hefir þá átt heima í Fljótum og líklega nokkur ár á undan, því að 1567 kemur hann við skjal þar (Dipl. Isl.; Bréfabók Guðbr. Þorl.; HÞ.).
Prestur.
Foreldrar: Ásgrímur Hallsson að Héðinshöfða og kona hans Steinunn Andrésdóttir prests (að Presthólum), Jónssonar. Hann kemur fyrst við skjöl 1522 og er þá orðinn prestur. Svo er að sjá sem hann hafi verið prestur bæði í Vaðlaþingi (heimilsprestur á Möðruvöllum í Eyjafirði?) og í Hegranesþingi (að Reynistaðarklaustri, í tíð Solveigar abbadísar). Hann hefir orðið gamall maður, er enn á lífi 23. mars 1571 og hefir þá átt heima í Fljótum og líklega nokkur ár á undan, því að 1567 kemur hann við skjal þar (Dipl. Isl.; Bréfabók Guðbr. Þorl.; HÞ.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.