Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Andrés Sigmundsson

(um 1737 – 16. júní 1801)

. Bóndi.

Foreldrar: Sigmundur (f. um 1696) Halldórsson í Múla í Gilsfirði og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, Péturssonar. Bóndi á Skriðnisenni í Bitrufirði. Var fátækra manna og sjálfur örsnauður í fyrstu, en gerðist auðugur, enda kallaður fégjarn og vinnuharður. Frá honum er rakin Ennisætt, og hefir hann orðið mjög kynsæll. Kona 1: Ragnhildur (d. 7. okt. 1770, 36 ára) Jónsdóttir úr Bjarneyjum.

Börn þeirra: Ásný átti Guðmund Guðmundsson á Gautshamri á Selströnd, Jón á Skriðnisenni. Kona 2 (7. okt. 1775): Oddhildur (d. 1. mars 1832, 87 ára) Þórðardóttir á Brunngili, Ólafssonar. Dóttir þeirra: Sigríður átti fyrr Jón Hjálmarsson í Skálholtsvík (prests í Tröllatungu, Þorsteinssonar), síðar Jón Böðvarsson í Skálholtsvík og á Bálkastöðum (Gísli Konráðsson: Strandamannasaga, Rv. 1947; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.