Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Andrés Magnússon

(16. öld)

Um ævi hans og ætt vitum vér ekki annað en að hann var lögréttumaður og bjó í Ölfusi, getur síðast 1584. Hann var í Skálholti heimamaður 1548, er Jón byskup Arason sókti þangað, orkti þá kvæði um byskup og Norðlendinga, og er það varðveitt (PEÓl. Mm.; Saga Ísl. IV).

Höfundur fyrra hluta Mírmantsrímna hefir verið uppi á þessum tíma og gæti verið hann (Björn K. Þórólfsson: Rímur, Kh. 1934).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.