Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höskuldur Halldórsson
(um 1665–1696)
Lögsagnari.
Foreldrar: Síra Halldór Eiríksson í Heydölum og kona hans Guð„ rún Nikulásdóttir klausturhaldara í Kirkjubæ á Síðu, Þormóðssonar. Tekinn í Skálholtsskóla (með Eiríki, bróður sínum), var þar 4 vetur, en vísað frá með hægð 1687 (og eins bróður hans), að því er virðist vegna hyskni. Fekk 2. maí 1693 vonarbréf fyrir suðurhluta Múlaþings og skyldi vera Jóni sýslumanni Þorlákssyni til aðstoðar, en misklíð varð með þeim, og sakaði Höskuldur Jón sýslumann jafnvel um galdur, en sýslumaður bauð fram eið sinn og fekk vottorð 13 manna 18. apríl 1696, og töldu þeir honum eiðinn vel særan og vildu sanna hann með honum. En lögrétta taldi (1696) sýslumann ekki þurfa að synja fyrir áburðinn með eiði. Höskuldur var ókv. og bl. (HÞ.).
Lögsagnari.
Foreldrar: Síra Halldór Eiríksson í Heydölum og kona hans Guð„ rún Nikulásdóttir klausturhaldara í Kirkjubæ á Síðu, Þormóðssonar. Tekinn í Skálholtsskóla (með Eiríki, bróður sínum), var þar 4 vetur, en vísað frá með hægð 1687 (og eins bróður hans), að því er virðist vegna hyskni. Fekk 2. maí 1693 vonarbréf fyrir suðurhluta Múlaþings og skyldi vera Jóni sýslumanni Þorlákssyni til aðstoðar, en misklíð varð með þeim, og sakaði Höskuldur Jón sýslumann jafnvel um galdur, en sýslumaður bauð fram eið sinn og fekk vottorð 13 manna 18. apríl 1696, og töldu þeir honum eiðinn vel særan og vildu sanna hann með honum. En lögrétta taldi (1696) sýslumann ekki þurfa að synja fyrir áburðinn með eiði. Höskuldur var ókv. og bl. (HÞ.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.