Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Höskuldur Einarsson

(um 1573–1657)

Prestur.

Foreldrar: Síra Einar skáld Sigurðsson í Heydölum og s.k. hans Ólöf Þórarinsdóttir. Lærði í Skálholsskóla. Mun fyrst hafa orðið prestur að Ási í Fellum 1595, fengið Þingmúla 1602, varð aðstoðarprestur föður síns 1615, mun hafa fengið veiting fyrir Heydölum 1622, þótt faðir hans kunni að hafa haldið að nafninu til prestakallinu til æviloka.

Sleppti hálfum staðnum við síra Þórarin Eiríksson 1651 (fremur en 1649), en öllum 1652 og var þar þó til æviloka.

Kona: Úlfheiður Þorvarðsdóttir prests í Vallanesi, Magnússonar.

Börn þeirra: Síra Eiríkur að Hálsi í Hamarsfirði, Eiríkur (annar), lærði í skóla, hefir dáið ungur, Magnús í Búlandsnesi, Páll (mun hafa lært í skóla), síra Björn að Reyðarvatni á Rangárvöllum, síra Jón að Hálsi í Hamarsfirði, Þorvarður í Búlandsnesi, Gunnsteinn, Herdís, Ólöf átti síra Hávarð Sigurðsson á Desjarmýri, Guðný átti Gizur Bjarnason, Steinvör átti Hall lögréttumann Einarsson, Magnússonar, Signý (HÞ; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.