Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Höskuldur Dungal (Pálsson)

(10. apríl 1914–16. maí 1940)

Læknir.

Foreldrar: Páll skólastjóri Halldórsson og kona hans Þuríður Níelsdóttir á Grímsstöðum á Mýrum, Eyjólfssonar.

Stúdent. úr menntaskóla Rv. 1932 (einkunn: 6,46), tók próf í læknisfræði í háskóla Íslands 25. jan. 1937, með 1. einkunn (1582% st.). Var á spítölum í Danmörku sumarið 1937. Síðan til æviloka aðstoðarmaður í rannsóknarstofu háskóla Ísl.

Ritgerð í Læknabl. Ókv. og bl. (Skýrslur; Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.