Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Högni Þormóðsson

(12. og 13. öld)

Prestur í Bæ í Borgarfirði. Enn á lífi 1206.

Kona: Geirlaug Árnadóttir, Víga-Gunnarssonar Hjaltlendings.

Önnur dóttir þeirra átti Eyjólf Stafhylting, hin, Snælaug, átti laundóttur, er hún kenndi síðar Hreini presti Hermundarsyni frá Gilsbakka, giftist síðan Þórði presti Böðvarssyni í Görðum á Akranesi. Högni prestur var auðugur, en ættsmár, var í tölu virðingarmanna, átti deilur miklar við Þorlák byskup helga (Dipl. Isl.; Bps. bmf. I.; Sturl.; Ob. Isl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.