Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Högni Stefánsson

(8. maí 1771–24. sept. 1837)

Prestur.

Foreldrar: Síra Stefán Högnason á Breiðabólstað í Fljótshlíð og kona hans Guðrún Halldórsdóttir prests á Stað í Steingrímsfirði, Einarssonar. Nam skólalærdóm hjá síra Þorvaldi Böðvarssyni, stúdent úr heimaskóla 6. júní 1790 frá Gísla rektor Thorlacius; var hjá föður sínum um hríð, tók að búa á Árgilsstöðum í Hvolhrepp 1793, vígðist 4. okt. 1807 aðstoðarprestur síra Bjarnhéðins Guðmundssonar í Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, fluttist þangað 1808, fekk Hrepphóla 9. sept. 1816, fluttist þangað næsta vor og hélt til æviloka. Hann var hraustmenni, mikill fyrir sér, slarksamur við öl, átti oft erfitt í búi, kennimaður í betra lagi og allvel látinn.

Kona (29. sept. 1793): Sigríður (f. í ág. 1767, d. 9. dec. 1844) Böðvarsdóttir prests í Guttormshaga, Högnasonar (þau bræðrabörn).

Börn þeirra: Síra Böðvar aðstoðarprestur á Hallormsstöðum, Þórunn átti Guðmund Guðmundsson í Móakoti á Vatnsleysuströnd, Stefán (d. úr holdsveiki 1836, ókv. og bl.), Hólmfríður (d. 1845, óg. og bl.), síra Jón að Hrepphólum, Guðrún s. k. Snorra Sveinbjarnarsonar að Laugum í Ytra Hrepp (Vitæ ord. 1807; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.