Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Högni Guðmundsson
(– – 1678)
Prestur.
Foreldrar: Síra Guðmundur Ólafsson í Einholti og kona hans Elín (fremur en Ingunn). Vígðist aðstoðarprestur föður síns og er orðinn það 1641, er Brynjólfur byskup Sveinsson visiteraði í Einholti, fekk prestakallið eftir föður sinnum 1650 eða skömmu síðar og hélt til æviloka.
Kona 1: Þórunn yngri Sigurðardóttir prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Einarssonar.
Börn þeirra: Síra Sigurður í Einholti, síra Páll á Valþjófsstöðum, síra Guðmundur að Hofi í Álptafirði, Guðlaug s.k. Sveins Jónssonar að Hólum í Nesjum og að Svínafelli, Elín bjó að Svínafelli 1703.
Kona 2: Þórunn (f. um 1637, enn á lífi 1703) Sigfúsdóttir prests í Fofteigi, Tómassonar. Dóttir þeirra: Ragnhildur átti Árna í Firði í Seyðisfirði (síðar að Stafafelli) Hjörleifsson á Geithellum, Jónssonar prests í Bjarnanesi, Bjarnasonar (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Guðmundur Ólafsson í Einholti og kona hans Elín (fremur en Ingunn). Vígðist aðstoðarprestur föður síns og er orðinn það 1641, er Brynjólfur byskup Sveinsson visiteraði í Einholti, fekk prestakallið eftir föður sinnum 1650 eða skömmu síðar og hélt til æviloka.
Kona 1: Þórunn yngri Sigurðardóttir prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Einarssonar.
Börn þeirra: Síra Sigurður í Einholti, síra Páll á Valþjófsstöðum, síra Guðmundur að Hofi í Álptafirði, Guðlaug s.k. Sveins Jónssonar að Hólum í Nesjum og að Svínafelli, Elín bjó að Svínafelli 1703.
Kona 2: Þórunn (f. um 1637, enn á lífi 1703) Sigfúsdóttir prests í Fofteigi, Tómassonar. Dóttir þeirra: Ragnhildur átti Árna í Firði í Seyðisfirði (síðar að Stafafelli) Hjörleifsson á Geithellum, Jónssonar prests í Bjarnanesi, Bjarnasonar (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.