Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Högni Guðmundsson

(um 1644–Í júlí 1737)

Prestur.

Foreldrar: Síra Guðmundur Högnason að Hofi í Álptafirði og kona hans Guðrún Bergsdóttir lögréttumanns að Hafursá, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1711, stúdent 1714, vígðist 1. nóv. 1722 aðstoðarprestur síra Snjólfs Björnssonar í Stöð, fekk 20. júlí 1724 prestakallið, er síra Snjólfur sagði af sér að fullu, gerðist mjög heilsutæpur hin síðustu ár, vildi fá síra Vigfús Jónsson (síðar í Stöð), aðstoðarprest föður síns, sér til aðstoðar, í bréfi til byskups 18. júní 1737, en því neitaði byskup 14. júlí s.á., og yrði síra Högni að fá sér annan aðstoðarprest eða sleppa prestakallinu, ef síra Vigfús gæti ekki hjálpað honum á sama hátt sem hann hefði áður gert, svo að af því er að ráða, að síra Vigfús hafi við og við skroppið í Stöðvarfjörð, til að gera prestsverk fyrir síra Högna.

Kona: Guðrún Jónsdóttir í Árnanesi í Nesjum, Þorbjarnarsonar.

Börn þeirra: Síra Jón að Hólmum, Torfi á Sléttu í Reyðarfirði, Guðfinna átti Magnús Rögnvaldsson, Guðrún, Vilborg (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.