Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Högni Bárðarson

(18. öld)

Skáld.

Foreldrar: Bárður lögsagnari brotinnefur að Stakkhamri Þórðarson (lögréttumanns á Ökrum, Finnssonar) og kona hans Guðrún Sigmundsdóttir, Loptssonar. Kvæði eru eftir hann í Lbs. og eru kímilegs efnis. Var oft í kaupavinnu í Þingeyjarþingi, en átti heima nálægt Álptanesi á Mýrum, síðast á Suðurnesjum og er talinn hafa drukknað í sjóför þaðan.

Kona: Jórunn Illugadóttir skálds á Sandi í Aðaldal, Helgasonar; þau bl. (Þáttur eftir Gísla Konráðsson í Lbs.; BB. Sýsl.; ÓSn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.