Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Högni Bjarnason

(um 1679–1753)

Prestur.

Foreldrar: Síra Bjarni Hallason á Kálfafellsstað og kona hans Margrét Magnúsdóttir prests á Hörgslandi, Péturssonar. Hefir komið í Skálholtsskóla 1697, en orðið stúdent 1704, vígðist í mars 1708 að Ásum í Skaftártungu, sagði af sér prestskap þar 1748, bjó fyrst eftir það í hjáleigu frá Ásum, en síðan í Nesi í Skaftártungu frá 1751 til æviloka. Fær mjög lélegan vitnisburð í skýrslum Harboes um gáfur og þekking, ella talinn ráðvandur og reglusamur, og Ólafur byskup Gíslason telur hann lélegan kennimann og hirðulítinn.

Kona: Ragnheiður (d. á Barkarstöðum í Fljótshlíð 1763).

Börn þeirra: Magnús á Velli í Hvolhrepp, Jón að Tjörnum (drukknaði í Markarfljóti 1793), síra Guðmundur í Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, Páll d. bl., Bjarni var að Tjörnum, drukknaði, Gróa átti fyrr Bjarna Eiríksson að Á á Síðu, síðar Jón Þorláksson að Á (síðar að Tjörnum), Helga átti fyrr Halldór lögréttumann að Smiðjuhóli Axelsson, síðar Guðmund Oddsson í Þverholtum (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.