Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hóseas Árnason

(20. maí 1806–20. jan. 1861)

Prestur.

Foreldrar: Árni að Þverá í Öxarfirði og Sigurðarstöðum á Sléttu Þórarinsson, Pálssonar, og kona hans Salvör Þorkelsdóttir. F. að Þverá. Hann lærði skólalærdóm 5 ár hjá síra Birni Halldórssyni í Garði, stúdent 1826 úr heimaskóla frá Dr. Gísla Brynjólfssyni, presti að Hólmum, með góðum vitnisburði. Var síðan 3 ár hjá foreldrum sínum, þá 5 ár í þjónustu síra Björns Halldórssonar, vígðist 13. júlí 1834 aðstoðarprestur hans, fekk Skeggjastaði 13. nóv. 1838, fluttist þangað vorið 1839, fekk Berufjörð 2. ág. 1859 og var þar til dauðadags. Hann fekk gott orð og hefir verið dugandi maður, fekk heiðurspening, „ærulaun iðni og hygginda“, 1854.

Kona (17. maí 1826): Þorbjörg (f. 19. sept. 1801) Guðmundsdóttir í Syðri Tungu á Tjörnesi, Jónssonar; þau bl. (Lbs. 48, fol.; Vitæ ord. 1834; „Íslendingur“ 11I; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.