Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hóseas Björnsson

(10. dec. 1842–6. okt. 1917)

Bóndi.

Foreldrar: Björn Jósepsson á Meiðavöllum í Kelduhverfi og kona hans Helga Jósafatsdóttir. Ólst upp nálega frá fæðingu með síra Hóseasi Árnasyni á Skeggjastöðum og að Berufirði og var með ekkju hans í Jórvík í Breiðdal og bjó þar síðan til 1883, þá á Þorgrímsstöðum 3 ár, síðan á Höskuldsstöðum, en fluttist 1903 til Vesturheims, var í Argyle, Saskatchewan og Wp. Merkur maður, vel gefinn og vinsæll.

Kona (1863): Guðbjörg (f. 28. dec. 1842, d. 9. jan. 1911) Gísladóttir frá Höskuldsstöðum.

Börn þeirra, sem upp komust: Hóseas, Ingibjörg, Guðríður, Þorbjörg, öll vestan hafs (Óðinn XV).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.