Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hólmfríður Indriðadóttir

(5. júní 1802–30. júlí 1885)

. Skáld.

Foreldrar: Indriði Illugason á Þverá í Reykjahverfi og kona hans Rósa Guðmundsdóttir.

Vel skáldmælt, orti rímur og ýmislegt fleira, þótt eigi hafi verið prentað; m.a. rímur af Ármanni úr Ármannsfelli (með Sigurlaugu systur sinni), rímur af Parmes loðinbirni, Blómsturvallarímur. Maður (1829): Jón (d. 6. ág. 1869, 69 ára) Jónsson á Hólmavaði, Magnússonar; þau bjuggu á Hafralæk í Aðaldal 1834–59. Börn þeirra, sem upp komust: Friðbjörn á Hafralæk, Friðjón á Sandi, Friðlaugur á Hafralæk, Hernit fór til Vesturheims, Hólmfríður átti Þorgrím Pétursson í Nesi í Aðaldal (Stígandi VI; ýmsar heimildir; I.I.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.