Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hólmfríður Gísladóttir

(10. júlí 1854–14. apríl 1945)

. Forstöðukona. Foreldrar: Síra Gísli (d. 31. jan. 1866, 48 ára) Jóhannesson á Reynivöllum og kona hans Guðlaug (d. 13. sept. 1899, 75 ára) Eiríksdóttir sýslumanns í Kollabæ, Sverrissonar.

Stundaði hússtjórnarnám í Frk. Zahles Skole í Kh. Forstöðukona fyrsta hússtjórnarskóla landsins, í Rv., frá 1897 og fram yfir 1940. Um það leyti er hún lét af kennslustörfum gaf hún Húsmæðraskóla Rv. borðbúnað og fleiri muni og ánafnaði honum húseign sína í Reykjavík ásamt tilheyrandi lóð, Óg. (Br7.; Nýtt kvennabl. III).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.