Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hílaríus Illugason

(21. okt. 1735–16. febr. 1802)

Prestur.

Foreldrar: Síra Illugi Jónsson, síðast í Hruna, og kona hans Sigríður Franzdóttir prests í Hruna, Íbssonar. F. að Ofanleiti í Vestmannaeyjum. Lærði hjá föður sínum, stúdent úr Skálholtsskóla 1. maí 1754, var síðar um tíma djákn í Skálholti, vígðist 11. maí 1760 aðstoðarprestur síra Hafliða Bergsveinssonar að Hrepphólum (Finnur byskup hafði haustið 1759 viljað láta hann taka Árnes, en hann ekki viljað), fekk 28. jan. 1762 Mosfell í Grímsnesi, sagði af sér 25. júní 1799 (áskildi sér þriðjung heimajarðar og þriðjung tekna); þar var hann til æviloka, andaðist með þeim hætti, að hann féll niður stiga og var Örendur, er að var komið. Það er samhljóða álit byskupa og samtíðarmanna, að hann hafi verið mjög vel gefinn, vel að sér, kennimaður ágætur og hinn vandaðasti maður.

Kona 1 (6. sept. 1761): Gróa (d. 7. sept. 1785, á 63. ári) Bjarnadóttir á Breiðabólstað í Reykholtsdal, Sigurðssonar.

Dóttir þeirra dó nýfædd.

Kona 2 (10. júní 1790): Margrét (þá talin 29 ára) Kolbeinsdóttir prests í Miðdal, Þorsteinssonar, ekkja Þórðar „stúdents Sæmundssonar; þau bl. Margrét ekkja hans átti síðar síra Jón Jónsson að Klausturhólum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.