Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Héðinn Valdimarsson

(26. maí 1892–12. sept.1948)

. Forstjóri, alþm. Foreldrar: Valdimar (d. 17. apr. 1902, 49 ára) ritstjóri Ásmundsson og kona hans Bríet Bjarnhéðinsdóttir í Böðvarshólum í Vesturhópi, Sæmundssonar. Stúdent í Reykjavík 1911 með einkunn 5,8 (75 st.). Nam hagfræði við háskólann í Kh. og lauk prófi þar í júní 1917 með 1. einkunn (194 st.). Skipaður aðstoðarmaður í Hagstofu Íslands 20. ág. 1914. Skrifstofustjóri landsverzlunar 1917–25.

Stofnandi og framkv.stjóri Tóbaksverzlunar Íslands h.f. 1925 –29; stofnandi Olíuverzlunar Íslands h.f. 1927 og var framkvæmdastjóri hennar til æviloka. Þm. Reykv. 1927–42.

Skipaður í verðlagsnefnd 1920; kosinn í utanríkismálanefnd 1928. Formaður verkamannafélagsins „Dagsbrún“ í 13 ár; bæjarfulltrúi í Rv. 1922–29; formaður Byggingarfélags alþýðu frá stofnun þess 1931.

Formaður Sameiningarflokks alþýðu - sósíalistaflokksins frá stofnun hans, haustið 1938, til 1939. Ritstörf: Utan úr heimi, í Skírni 1916; ýmsar fleiri greinar í blöðum og tímaritum.

Kona 1 (30. júlí 1921): Marie Madelaine Leonie Calbris, belgísk (látin); þau skildu. Kona 2 (21. ág. 1926): Gyða (f. 12. maí 1908) Eggertsdóttir Briems frá Viðey; þau skildu. Dóttir þeirra: Katrín. Kona 3 (15. sept. 1934): Guðrún (f. 15. nóv. 1909) Pálsdóttir kaupmanns og útgerðarmanns í Hrísey, Bergssonar.

Dóttir þeirra: Bríet (Br7.; Alþingismannatal).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.