Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hávarður Sigurðsson

(– – 11. ágúst 1661)

Prestur.

Foreldrar: Sigurður Jónsson (bróðir Páls að Stóra Hólmi og Þorleifs í Hrúðurnesi) og kona hans Þórunn (d. 28. febr. 1657) Hávarðsdóttir, Jónssonar (móðir Hávarðs Jónssonar var Þorbjörg Björnsdóttir prests í Krýsuvík, síðar á Stað í Grindavík, Ólafssonar). Móðir síra Hávarðs giftist eftir lát föður hans síra Oddi Oddssyni, síðast á Reynivöllum. Albróðir síra Hávarðs var Jón bartskeri í Káranesi. Er óvígður í Skálholti 15. mars 1615, en orðinn aðstoðarprestur síra Ólafs Einarssonar í Kirkjubæ í Tungu a. m. k. 1618, fekk Hofteig 1622, Desjarmýri 1632 (tók við þar 27. maí), í skiptum við síra Sigfús Tómasson, og mun hafa haldið til æviloka. Hans getur nokkuð í þjóðsögnum, álfasögum, og hefir heldur færzt úr lagi frásögn um uppvöxt hans, er þar talinn hafa verið að fóstri með presti í Grímstungum.

Kona 1: Ólöf Höskuldsdóttir prests í Heydölum, Einarssonar.

Börn þeirra: Sigurður, Ingibjörg, Sigríður átti síra Guðmund Guðmundsson að Hofi í Álptafirði, síra Magnús á Desjarmýri, Vigdís átti Bjarna Steingrímsson í Snotrunesi.

Kona 2: Steinunn (á lífi 1673) Pétursdóttir (sysir Ingveldar, konu Einars digra Magnússonar í Njarðvík). Ekki er getið barna þeirra (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.