Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hálfdan Oddsson

(12. maí 17T4–5. dec. 1808)

Prestur.

Foreldrar: Síra Oddur Þorvarðssson á Reynivöllum og kona hans Kristín Hálfdanardóttir. F. í Brautarholti. Var frá 8. ári hjá móðurbróður sínum, síra Jóni Hálfdanarsyni á Eyvindarhólum, lærði 1787–9 hjá síra Hílaríusi Illugasyni að Mosfelli, tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1789, stúdent 31. maí 1794, með heldur góðum vitnisburði, var fyrst hjá fósturföður sínum, en 1796–9 hjá foreldrum sínum, fekk 16. sept. 1799 Mosfell í Grímsnesi, vígðist 11. maí 1800, missti prestskap 1806 vegna hórdómsbrots (2. dec. 1805), fluttist til Þorvarðs, bróður síns, að Brautarholti 1807, og drukknuðu þeir báðir saman fyrir Vatnsleysuströnd, á leið til Keflavíkur.

Hann var gervilegur maður, glímumaður góður, fríður sýnum, söngmaður góður, mikilmenni, en óbilgjarn.

Kona (1799): Ingibjörg Magnúsdóttir prests í Bjarnanesi, Ólafssonar, Dóttir þeirra: Þorbjörg átti síra Þorleif Jónsson í Hvammi í Hvammssveit. Ekkja síra Hálfdanar (f. um 1774, d. 23. dec. 1853) átti síðar síra Jón Árnason í Gufudal (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.