Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hálfdan Nikulásson

(um 1695–16. apríl 1769)

Prestur.

Foreldrar: Nikulás Nikulásson að Varmalæk, síðast að Stóra Kroppi, og kona hans Anna Hálfdanardóttir í Brúsholti, Gíslasonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1712, stúdent 1718, fekk Hestþing 17. júlí s.á., vígðist 30. okt. s.á. og var þar prestur til æviloka. Hann átti deilur við 2 sóknarmenn sína um hríð, en veitti betur. Í skýrslum Harboes er látið lítið af þekkingu hans, en talinn þar vandaður maður, í öðrum heimildum er hann talinn sæmilega að sér og klerkur góður.

Kona: Guðrún (f. um 1692, d. 22. okt. 1783) Gísladóttir lögréttumanns í Njarðvík, Ólafssonar. Dætur þeirra: Kristín átti fyrst launbarn, giftist síðan fyrst Árna Guðmundssyni í Þingnesi, aðrir segja, að hún væri fyrst s. k. Gunnlaugs Bjarnasonar að Geitabergi, Anna átti og launbarn, giftist síðan Sigurði Sigurðssyni á Suðurnesjum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.