Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hálfdan Narfason

(15. og 16. öld)

Prestur. Kemur fyrst við skjöl 1502 og er þá prestur orðinn, var þá og a.m.k. til 1507 kirkjuprestur að Hólum, síðan prestur að Felli í Sléttahlíð, og var þar lengi, þótt ekki komi hann við skjöl, fram á daga Ólafs byskups Hjaltasonar, að því er HE. Presb. telur. Um hann eru þjóðsagnir miklar, en allt fært úr réttri tímaröð, og þáttur eftir Gísla Konráðsson.

Dóttir hans hét Sigríður (á lífi 1600) átti Þórhalla Þórðarson (sjá vitnisburði þeirra 1600–1).

Sonur hans er og talinn Erlingur eða Erlendur og menn nefndir frá honum komnir (Dipl. Isl.; SGrBf.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.