Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hálfdan Jónsson

(1659–1707)

Lögréttumaður að Reykjum í Ölfusi.

Foreldrar: Jón Ásmundsson að Reykjum og kona hans Sigríður Hálfdanardóttir prests að Undornfelli, Rafnssonar. Var merkur maður. Hefir samið Lýsing Ölf„uss 1703 (pr. í Andvara 1936 og ritum félagsins Ingólfs).

Kona: Anna (f. um 1666), laundóttir Einars sýslumanns Eyjólfssonar í Traðarholti. Synir þeirra, sem upp komust: Síra Einar á Prestbakka á Síðu, Grímur að Kotferju. Anna ekkja Hálfdanar átti síðar Magnús Einarsson að Reykjum (Saga Ísl. V; BB. Sýsl.; Manntal 1703).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.