Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hálfdan Gíslason

(um 1712–20. maí 1785)

Prestur.

Foreldrar: Gísli lögréttumaður Þorláksson í Stóru Mörk undir Eyjafjöllum og kona hans Ingveldur Einarsdóttir prests í Guttormshaga, Magnússonar.

Lærði í Skálholtsskóla, stúdent 1742. Vígðist (líkl. 1. júlí) s. á. aðstoðarprestur síra Jóns Oddssonar að Eyvindarhólum, fekk það prestakall 23. dec. 1746, kvaddi síra Jón, son sinn, sér til aðstoðarprests, sagði af sér prestskap 1781, og fór úttekt fram 1782. Hann fær miðlungsvitnisburð í skýrslum Harboes, enda þókti daufur kennimaður, en búhöldur góður og merkur maður.

Kona: Margrét (f. um 1719, d. í sept. 1767) Jónsdóttir sýslumanns að Sólheimum, Þorsteinssonar, merkiskona hin mesta.

Börn þeirra: Síra Jón að Eyvindarhólum, síra Sæmundur að Barkarstöðum, Kristín átti síra Odd Þorvarðsson á Reynivöllum, Guðrún átti fyrr síra Pál Magnússon, síðar síra Jón Högnason í Vestmannaeyjum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.