Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Hálfdan Guðjónsson
(23. maí 1863–7. mars 1937)
Prestur, vígslubyskup.
Foreldrar: Síra Guðjón Hálfdanarson í Saurbæ í Eyjafirði og kona hans Sigríður Stefánsdóttir prests á Reynivöllum Stephensens. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1879, stúdent utanskóla 1884 (tók 5. og 6. bekk á einu ári), með 2. einkunn (80 st.), próf úr prestaskóla 1886, með 1. einkunn (45 st.). Fekk Goðdali 31. ág. 1886, vígðist 12. sept. s.á., Breiðabólstað í Vesturhópi 19. ágúst 1893, Sauðárkrók 14. febr. 1914 og hélt til æviloka. Prófastur í Húnavatnsþingi, settur 1906, skipaður 1907–14, í Skagafjarðarsýslu 1919–37. Var skipaður vígslubyskup nyrðra 2. mars 1928, vígðist í Hólakirkju 8. júlí s.á. R. af fálk. 1. dec. 1928. Var 1. þm. Húnv. 1909–11. Rit í Nýju kirkjublaði, Bjarma, hugvekja í 100 hugvekjum.
Kona (26. sept. 1897): Herdís (f. 4. dec. 1871, d. 25. jan. 1928) Pétursdóttir á Álfgeirsvöllum, Pálmasonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Sigríður dó 1922, Helgi lyfjafræðingur (Prestafélagsrit, 13. árg.; Kirkjurit 1937; BjM. Guðfr.; SGrBf.).
Prestur, vígslubyskup.
Foreldrar: Síra Guðjón Hálfdanarson í Saurbæ í Eyjafirði og kona hans Sigríður Stefánsdóttir prests á Reynivöllum Stephensens. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1879, stúdent utanskóla 1884 (tók 5. og 6. bekk á einu ári), með 2. einkunn (80 st.), próf úr prestaskóla 1886, með 1. einkunn (45 st.). Fekk Goðdali 31. ág. 1886, vígðist 12. sept. s.á., Breiðabólstað í Vesturhópi 19. ágúst 1893, Sauðárkrók 14. febr. 1914 og hélt til æviloka. Prófastur í Húnavatnsþingi, settur 1906, skipaður 1907–14, í Skagafjarðarsýslu 1919–37. Var skipaður vígslubyskup nyrðra 2. mars 1928, vígðist í Hólakirkju 8. júlí s.á. R. af fálk. 1. dec. 1928. Var 1. þm. Húnv. 1909–11. Rit í Nýju kirkjublaði, Bjarma, hugvekja í 100 hugvekjum.
Kona (26. sept. 1897): Herdís (f. 4. dec. 1871, d. 25. jan. 1928) Pétursdóttir á Álfgeirsvöllum, Pálmasonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Sigríður dó 1922, Helgi lyfjafræðingur (Prestafélagsrit, 13. árg.; Kirkjurit 1937; BjM. Guðfr.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.