Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hálfdan Einarsson

(28. febr. [svo Vita, 10. mars Bessastsk.]– 1801–8. nóv. 1865)

Prestur.

Foreldrar: Síra Einar Tómasson aðstoðarprestur að Múla og kona hans Guðrún Björnsdóttir sýslumanns í Þingeyjarþingi, Tómassonar. Lærði fyrst hjá síra Jóni Jónssyni að Möðrufelli, tekinn í 2. bekk Bessastaðaskóla 1818, stúdent 1821, með mjög góðum vitnisburði, fór síðan utan 1821, lauk aðgönguprófi í háskólann í Kh. 7. jan. 1822, með 2. einkunn, lauk síðan 2. lærdómsprófi s. á., með 1. einkunn, og lagði fyrir sig guðfræði, en kom alfari til landsins 1824, vegna efnaskorts, var hjá síra Jóni að Möðrufelli, setti bú á Rúgsstöðum í Eyjafirði 1826, fekk Kvennabrekku 20. mars 1830, vígðist 20. júní s. á. fekk Brjánslæk 1835, Eyri í Skutulsfirði 14. apríl 1848 og hélt til æviloka, var prófastur í Norður-Ísafjarðarsýslu 1854–65, er hann sagði því starfi af sér. Hann þókti hinn ágætasti kennimaður í öllum efnum, siðavandur og hófsmaður mikill!)

Kona 1 (1826): Álfheiður (d. 24. júlí 1833, 40 ára) Jónsdóttir prests að Möðrufelli, Jónssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Síra Helgi lektor, Jóna d. 1858 óg. og bl., Einar trésmiður í Hvítanesi í Ögursveit, síra Guðjón í Saurbæ. Síra Hálfdan fekk 23. apríl 1834 konungsleyfi til að ganga að eiga Guðrúnu Oddsdóttur læknis Hjaltalíns (með því að hún hafði áður átt barn með öðrum manni), en ekkert varð úr því hjónabandi, og átti hún síðar Ólaf Guðmundsson í Bár, síðar í Flatey.

Kona 2 (1836): Guðrún Vernharðsdóttir prests í Otradal, Guðmundssonar, ekkja síra Runólfs Erlendssonar að Brjánslæk; þau síra Hálfdan bl. (Bessastsk.; Vitæ ord. 1830; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.