Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hálfdan Einarsson

(20. jan. 1732–1. febr. 1785)

Rektor.

Foreldrar: Síra Einar Hálfdanarson að Kirkjubæjarklaustri og kona hans Guðrún yngri Sigurðardóttir prests að Brjánslæk, Snorrasonar. Eftir viðbúnaðarnám hjá föður sínum og síra Guðlaugi Þorgeirssyni var hann tekinn 1745, stúdent 30. apríl 1749, varð djákn að Kirkjubæjarklaustri 22. maí s.á., fór utan 1750, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 23. dec. s. á., tók próf í heimspeki í dec. 1752, með 1. einkunn, embættispróf í guðfræði 14. apríl 1755, með 3. einkunn, varð rektor á Hólum sama haust (staðfesting konungs 10. dec. 1756), hélt því starfi til æviloka, þótt hann sækti um lausn haustið 1784, því að lausnarbeiðnin var veitt eftir dauða hans, eða 9. apríl 1785, enda enginn skóli haldinn að Hólum vegna harðinda veturinn 1784–5. Varð magister að nafnbót 31. júlí 1765, gegndi byskupsstörfum að Hólum (nema vígslum) frá 15. apr. 1779 til 1780 (er Jón byskup Teitsson tók við) og aftur frá því um haustið 1781 fram á sumar, er Árni byskup Þórarinsson tók við. Sá um prentun flestra rita, sem komu frá Hólaprentsmiðju, meðan hann var þar, og bjó undir prentun fyrir „Ósýnilega félagið“ Konungsskuggsjá, sem pr. var í Sórey 1768. Ritstörf: „Sciagraphia“ (þ.e. ísl. bókmenntaskrá), Kh. 17TT (nýtt titilbl. Kh. 1786), hlaut fyrir það árið 1778 2 verðlaunapeninga frá konungi og 1 frá Friðriki prinz; þýddi J.F. Horster: „Ágrip af historíum heilagrar ritningar“, Hól. 1776, Viðey 1837; sá um „Daglegt í Skálholtsskóla kvöld- og morgunoffur“ (Hól. 1780, Viðey 1837); „Ein lítil vísnabók“, Hólum 1757, Viðey 1839; „Sálmaverk“ síra Sigurðar Jónssonar á Presthólum, Hól. 1772; Hallgrímskver, Hól. 1755 og oftar; Þorlákskver, Hól. 1775 og oftar. Var og skáldmæltur (sjá Lbs.), og af „Varúðarvísu“ hans spratt nokkur deilukveðskapur. Prestasögur í „ Hólabyskupsdæmi (Presbyterologia) er í þjóðskjalasafni (uppskr. í Lbs.).

Ýmis drög að fræðiritum, einkum bókmenntir, eru í Lbs. Smáritgerð latnesk, til þess að fá Scheels stipendium frá 1754 (JS. 478, 4to), kennslubækur í handritum eru nokkurar í Lbs., enn ritgerð um gagndaga, enn fremur minnisbók frá 1768.

Kona (1. okt. 1766): Kristín (f. um 1743, d. 26. mars 1789) Gísladóttir byskups Magnússonar. Dóttir þeirra: Ingibjörg átti Magnús klausturhaldara Þórarinsson að Munkaþverá (HÞ. Guðfr.; HÞ.; Saga Ísl. VI; Jón Helgason: Meistari Hálfdan).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.